golfcar.is

Umboðsaðilar fyrir golfbíla sem bjóða upp á fullkomið samspil golfara og tækis

MadJax X2

MadJax X2 kemur frá Ameríku en hentar íslenskum aðstæðum vel, hefur sjálfstæða fjöðrun og býður upp á þægindi og einfaldleika svo þú getur einbeitt þér að leiknum.

 

  • Öflugur 4kw rafmagnsmótor
  • Endingargóður lithíum rafgeymir (105 ah)
  • Sjálfstæð fjöðrun
  • 4 USB tengi til að hlaða hvað sem er
  • Þægileg sæti
  • Sérstök hólf fyrir drykki, tí og golfbolta
  • Innbyggt hleðslutæki

Verð frá 2.294.000 kr. m/vsk

Um okkur

Kraftlausnir er umboðsaðili MadJax á Íslandi

MadJax er framleiðandi á golfbílum sem leggur áherslu á nýsköpun, gæði og notagildi. Bílarnir eru hannaðir og framleiddir í Bandaríkjunum.  MadJax eru þekktir fyrir nýjustu tækni og framleiðsluaðferðir og framleiða hágæða golfbíla sem eru bæði stílhreinir og áreiðanlegir.

Getum útvegað aðrar gerðir golfbíla

Ásamt því að geta útvegað MadJax í nokkrum mismunandi útfærslum, þá erum við með umboð fyrir Nivell og Carrus sem bjóða golfbíla, aukahluti og önnur skemmtileg tæki.  Einnig getum við útvegað og keypt notaða golfbíla af flestum tegundum. 

Áralöng reynsla í innflutningi og viðhaldi tækja

Við höfum mikla reynslu í innflutningi á hvers konar tækjum og viðhaldi þeirra, hafðu samband og kynntu þér málið.

Algengar spurningar

Hvaðan eru þessir golfbílar?

MadJax er hannaður og framleiddur í Bandaríkjunum.  Hönnun þessara bíla og framleiðsla er öll samkvæmt nýjustu tækni og þeir bera af í gæðum, afli og endingu.

Hversu lengi endist hleðslan?

Um það bil 80km en það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, þar sem slíkt fer eftir hitastigi og notkun.  Rafgeymirinn í MadJax X2 er 105 amperstunda lithíum geymir með allra nýjustu tækni, með þeim allra stærstu á markaðnum.  Einnig er innbyggt hleðslutæki í bílnum svo það er einfalt mál að stinga bara í samband.

Sjálfstæð fjöðrun, hvaða máli skiptir það?

Bílar með sjálfstæða fjöðrun eru mun þýðari í akstri og vagga síður til.  Hvert dekk getur fjaðrað upp og niður óháð hinum sem veitir mun meiri stöðugleika.

Eru þessir bílar endingargóðir og áreiðanlegir?

Grindin er heitgalvaníseruð og því lítil hætta á því að íslenska veðrið nái að skapa vandamál.  Með öflugum bremsum á öllum hjólum og rafgeymi frá Reliance ásamt Amerískri hönnun sem hefur sannað sig eru þessir bílar með þeim allra bestu þegar kemur að endingu og áreiðanleika.

Hafðu samband

Kraftlausnir – kt. 600422-0300 – Brúarfljóti 5P, 270 Mosfellsbæ – Sími: 561-4500